Innlent

Áfram skelfur Grímsey

Gissur Sigurðsson skrifar
Svona var um að litast í Grímsey í gær.
Svona var um að litast í Grímsey í gær. VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON
Mikil jarðskjálftavirkni var norðaustur af Grímsey í nótt. Þar mældist skjálfti 2,8 stig upp úr miðnætti og nokkru síðar varð þriggja stiga skjálfti á svæðinu.

Upptakasvæðið er í aðeins tíu til 15 kílómetra fjarlægð frá eyjunni. Aðrir skjálftar voru vægari.

Sjá einnig: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið

Þessir skjálftar eru á sama skjálftabelti og snarpir skjálftar urðu á út af Kópaskeri í gær og útiloka vísindamenn ekki að virknin eigi eitthvað eftir að færast á milli þessara tveggja svæða, ef áframhald verður á hrynunni.

Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi um jarðskjálftahrinuna í Grímsey


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×