Innlent

Komu böndum á skiltið við Hlemm

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá aðgerðum á vettvangi í kvöld.
Frá aðgerðum á vettvangi í kvöld. Vísir/Egill

Björgunarsveitarmenn, sem kallaðir voru til aðstoðar þegar skilti utan á hótelinu Hlemmur Square í miðborg Reykjavíkur losnaði frá byggingunni í veðurofsa í kvöld, reyrðu skiltið niður svo það haggast ekki lengur í vindi.

Fyrst stóð til að ná skiltinu niður en að sögn lögregluþjóns, sem stóð vaktina á vettvangi í kvöld, var gripið til þess ráðs að binda skiltið fast og bíða með frekari aðgerðir þangað til veðrinu slotar.

Lögregluþjónninn gerði ráð fyrir að kranabíll yrði kallaður til á morgun, eins og gert var í kvöld, og skiltið tekið niður í fyrramálið. Snör handtök björgunarsveitarmanna á vettvangi má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Mikill fjöldi vegfarenda safnaðist saman við Hlemm Square í kvöld og fylgdist með aðgerðum. Svæðið næst skiltinu var girt af til að koma í veg fyrir að það félli á fólk. Lögreglumaður á svæðinu sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að skiltið hefði „sveiflast eins og lauf í vindi“ en suðaustan hvassviðri gengur nú yfir landið með talsverðri rigningu.

Þá hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnt fjölda útkalla í kvöld vegna veðurs. Flest útköllin eru í austurhluta borgarinnar þar sem er mikill vatnsagi en fimm til átta útköll hafa verið í bið að meðaltali það sem af er kvöldi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.