Innlent

Ísland að eignast nýjan stórmeistara í skák

Kjartan Kjartansson skrifar
Bragi verður væntanlega fjórtándi stórmeistar Íslands í skák eftir sigurinn í dag.
Bragi verður væntanlega fjórtándi stórmeistar Íslands í skák eftir sigurinn í dag. Skáksamband Íslands
Bragi Þorfinsson náði lokaáfanga að stórmeistaratitli með sigri á andstæðingi sínum á alþjóðlegu skákmóti í Noregi í dag. Hann varð í öðru sæti á mótinu en hann verður væntanlega útnefndur stórmeistari í skák á fundi Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) í apríl.

Í frétt á vef Skáksambands Íslands kemur fram að Bragi hafi haft sigur á Jovönku Houska á alþjóðlegu móti í Kragaeyju í Noregi. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á mótinu.

Það var nægilegt til að tryggja Braga þriðja og síðasta áfangann að titli stórmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×