Enski boltinn

Sjáðu Lukaku og Lingard koma United til bjargar sem og öll flottustu tilþrif helgarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesse Lingard  og Paul Pogba fagna sigurmarkinu.
Jesse Lingard og Paul Pogba fagna sigurmarkinu. Vísir/Getty
Manchester United endurheimti annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 endurkomusigur á Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en Chelsea gat náð United að stigum með sigri.

Jesse Lingard skoraði sigurmark Manchester United fimmtán mínútum fyrir leikslok en Romelu Lukaku hafði jafnað metin sex mínútum fyrir hálfleik eftir að Willian kom Chelsea í 1-0.

Harry Kane tryggði Tottenham 1-0 sigur á Crystal Palace í hinum leik gærdagsins en þessi úrslit þýða að Englandsmeistarar Chelsea eru nú dottnir niður í fimmta sætið.

Manchester liðin eru í tveimur efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool er í þriðja sætinu og Tottenham í því fjórða.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær sem og allt það helsta frá helginni.

Mörkin úr leik Manchester Utd og Chelsea
Markið úr leik Crystal Palace og Tottenham
Leikir sunnudagsins
Öll helgin í ensku úrvalsdeildinni á einu augabragði
Flottustu mörkin um helgina
Flottustu markvörslurnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×