Erlent

Stolið málverk fannst í rútu

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Verkið er eftir franska listamanninn Edgar Degas og heitir Les Choristes
Verkið er eftir franska listamanninn Edgar Degas og heitir Les Choristes
141 árs gamalt málverk sem stolið var af listasafni í Marseille í desember 2009 fannst um borð í rútu í París fyrr í þessum mánuði.

Verkið, sem er eftir franska listamanninn Edgar Degas og heitir Les Choristes, fannst við reglubundið fíkniefnaeftirlit tollvarða í ferðatösku í farangursrými rútu skammt fyrir utan París þann 16. febrúar síðastliðinn.

Enginn farþeganna viðurkenndi að eiga töskuna og hefur enginn verið handtekinn í tengslum við málið. Málverkaránið var aldrei upplýst heldur, en þótti afar dularfullt.

Engin ummerki um innbrot fundust en forsvarsmenn Musée d‘Orsay safnsins í París, sem á verkið, hafa lokið við að greina verkið sem fannst og staðfest að um upprunalegu myndina sé að ræða. Safnið hafði lánað myndina til listasafns í Marseille þar sem því var stolið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×