Enski boltinn

Leikmenn Liverpool mega ekki brosa of mikið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jurgen Klopp vill ekki að menn skemmti sér of mikið
Jurgen Klopp vill ekki að menn skemmti sér of mikið vísir/getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill ekki að hans mennn brosi of mikið.

Liverpool vann West Ham örugglega 4-1 á heimavelli sínum og situr í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og lífið leikur við leikmennina. En það finnst Þjóðverjanum Klopp hættulegt.

„Við verðum að vera reiðir út í heiminn og halda áfram að vera agressívir,“ sagði Klopp.

„Þú tapar smá á því að vinna endalaust. Við erum búnir að vinna einhverjar tvær, þrjár eða fjórar vikur í röð. Þá er erfitt að vinna fimmtu vikuna, að halda sér á tánum.“

Þrátt fyrir áhyggjur Klopp af því að lið hans gæti orðið kærulaust var lítið sem benti til þess í leiknum um helgina þar sem þeir héldu áfram að sækja allan leikinn og sigurinn aldrei í hættu.

„Í upphafi tímabilsins var ekki mikið um hlátur í klefanum. Núna þarf ég að biðja leikmennina um að róa sig yfir hádegismatnum. Þetta er frábær hópur og mikið um brandara en við verðum að passa okkur á því að halda kraftinum og baráttunni uppi.“

„Ég leyfði mér að vera glaður eitt kvöld. Svo fór ég að einbeita mér að leiknum við Newcastle,“ sagði Jurgen Klopp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×