Enski boltinn

Neville húðskammar lið Arsenal: „Eru til háborinnar skammar“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Arsenal niðurlútir í leiknum í gær
Leikmenn Arsenal niðurlútir í leiknum í gær vísir/getty
Gary Neville, fyrrum knattspyrnumaður og sérfræðingur Sky Sports, fór ekki fögrum orðum um leikmenn Arsenal eftir tap þeirra gegn Manchester City í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gær.

„Ramsey, Xhaka og Özil. Þið eruð labbandi á Wembley. Afhverju eru þið labbandi? Þetta er til háborinnar skammar,“ sagði Neville eftir leikinn.

Manchester City vann leikinn örugglega, 3-0. Sergio Aguero, Vincent Kompany og David Silva gerðu mörk City.

„Fótboltinn sem Arsenal spilar, ég vil ekki horfa á hann lengur. Þetta er dimmur dagur fyrir Arsenal, liðið mætti ekki til leiks.“

„Sjáið þarna [sagði Neville þegar myndavélin sýndi grátandi barn]. Þetta er ykkur að kenna. Allir stuðningsmenn vilja sjá leikmenn þeirra gefa sig alla fram og þeir eru labbandi um völlin.“

„Það eina sem City þurfti að gera til að vinna þennan leik var að spila almennilegan fótbolta,“ sagði Gary Neville




Fleiri fréttir

Sjá meira


×