Fótbolti

Kjartan til bjargar á elleftu stundu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan fagnar marki í búningi Horsens.
Kjartan fagnar marki í búningi Horsens. vísir/getty
Kjartan Henry Finnbogason kom Horsens til bjargar á elleftu stundu gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Jens Stage kom AGF yfir á sjöttu mínútur efftir að Mustafa Amini hafði klúðrað vítaspyrnu. Þannig stóðu leikar allt þangað til í uppbótartíma þegar Kjartan Henry jafnaði metin.

Kjartan Henry hafði byrjað leikinn sem varamaður, en kom inná eftir rúma klukkustund. Horsens er í fimmta sætinu með 32 stig.

Björn Daníel Sverrisson spilaði í um tíu mínútur fyrir AGF sem er í ellefta sætinu með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×