Körfubolti

Jón Arnór: Spái agavandamálum, rótleysi og jafnvel uppreisn í körfuboltalandsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefansson.
Jón Arnór Stefansson. Vísir/Bára
Jón Arnór Stefánsson hefur eins og fleiri kvatti Loga Gunnarsson á samfélagsmiðlum en Logi lék sinn síðasta landsleik í sigrinum á Tékklandi á sunnudaginn.

Þeir Jón Arnór og Logi léku báðir sinn fyrsta landsleik 1. ágúst 2000 og höfðu því spilað saman í landsliðinu í næstum því átján ár.

Logi hefur reyndar spilað 49 fleiri landsleiki en þeir eru báðir í hóp þeirra sem náð hafa að skora þúsund stig fyrir íslenska landsliðið.

Logi er með 1475 stig í 147 leikjum eða 10,0 í leik en Jón Arnór er með 1219 stig í 98 leikjum eða 12,4 í leik.

Jón Arnór er á léttu nótunum í kveðju sinni til Loga eins og sjá má hér fyrir neðan.





Jón Arnór mun sakna Loga og hann er ekki sá eini. Loga hefur verið hrósað mikið fyrir frábært hugarfar og hefur alla tíð verið mikil fyrirmynd fyrir yngri leikmenn með vinnusemi sinni, hæfileikum og hógværð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×