Körfubolti

Liðsfélagi Jóns Axels henti Steph Curry út af topplista í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peyton Aldridge og Jón Axel Guðmundsson.
Peyton Aldridge og Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty
Jón Axel Guðmundsson var nálægt þrennunni í bandaríska háskólaboltanum í nótt þegar Davidson skólinn tapaði 113-117 í þríframlengdum leik á móti St. Bonaventure.

Jón Axel endaði leikinn með 14 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Tveir liðsfélagar hans sáu þó að mestu um stigaskorunina í leiknum.  





Peyton Aldridge skoraði 45 stig og Kellan Grady var mðe 39 stig. Þeir tóku saman 48 skot en Jón Axel skaut 12 sinnum á körfuna.

Jón Axel spilaði 53 mínútur í leiknum eða allar mínútur nema tvær. Hann hitti úr 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum og setti niður bæði vítin sín.

Peyton Aldridge náði með þessum 45 stigum sínum að henda Steph Curry útaf topp fimm listanum yfir þá leikmenn Davidson-skólans sem hafa skorað mest í einum leik. Enginn hefur heldur skorað meira í einum leik í Atlantic 10 deildinni í vetur.





Peyton Aldridge er nú kominn upp í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn skólans en hann hefur alls skorað 2069 stig fyrir skólaliðið.

Stephen Curry skoraði 2635 stig í 104 leikjum með Davidson en hann var bara þrjú ár í skólanum. Þetta gera 25,3 stig að meðaltali í leik.  Hann er samt stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi, með 152 fleiri stig en næsti maður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×