Fótbolti

Jafntefli í danska botnslagnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hannes einbeittur og gerði vel í dag þegar liðið hélt hreinu.
Hannes einbeittur og gerði vel í dag þegar liðið hélt hreinu. vísir/getty
Botnlið dönsku úrvalsdeildarinnar Randers og Helsingor mættust í mikilvægum leik í kvöld sem endaði með markalausu jafntefli.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson stóð vaktina í marki Randers að vanda og átti nokkuð rólegan dag á skrifstofunni, lið Helsingor átti aðeins fjögur skot á markrammann.

Daninn Kasper Enghardt fékk upplagt tækifæri til þess að tryggja heimamönnum í Randers mikilvægan sigur þegar hann misnotaði vítaspyrnu á 61. mínútu.

Randers er sæti fyrir ofan Helsingor á markatölu, bæði elið eru með 17 stig eftir 23 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×