Sport

Einherjar fá austurrísk ljón í heimsókn

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Einherjar mæta í kvöld sterku austurrísku liði í Kórnum í Kópavogi.
Einherjar mæta í kvöld sterku austurrísku liði í Kórnum í Kópavogi.

Það verður stórleikur í amerískum fótbolta í Kórnum í Kópavogi í kvöld þegar að Einherjar, eina íslenska liðið sem keppir í amerískum fótbolta, mæta austurríska liðinu Carinthean Lions.

Andstæðingar Einherja að þessu sinni er ekki af verri endanum en Lions spila í næst efstu deild Austurríkis. Efsta deild Austurríkis er talin ein sterkasta deild Evrópu og er áhuginn á íþróttinni mikill þar í landi.

Þetta er sjötti leikur Einherja í yfirstandandi æfingaleikjaröð en liðið hefur verið á góðri siglingu undanfarið. Þar á meðal vann liðið nýlega sinn fyrsta útisigur gegn spænska liðinu Mallorca Valtors.

Vinni liðið leikinn í kvöld og næsta leik þar á eftir eru góðar líkur á því að liðið fái inngöngu í alþjóðlega deild í Evrópu. Er því óhætt að fullyrða að þetta sé mikilvægasti leikur þeirra til þessa.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld og hvetjum við þá sem komast að styðja íslensku víkingina er þeir stíga sitt stærsta skref hingað til í átt að evrópudraumi.

Auk þess verður leikurinn í beinni útsendingu á facebook síðu Einherja. 

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.