Sport

Einherjar fá austurrísk ljón í heimsókn

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Einherjar mæta í kvöld sterku austurrísku liði í Kórnum í Kópavogi.
Einherjar mæta í kvöld sterku austurrísku liði í Kórnum í Kópavogi.
Það verður stórleikur í amerískum fótbolta í Kórnum í Kópavogi í kvöld þegar að Einherjar, eina íslenska liðið sem keppir í amerískum fótbolta, mæta austurríska liðinu Carinthean Lions.

Andstæðingar Einherja að þessu sinni er ekki af verri endanum en Lions spila í næst efstu deild Austurríkis. Efsta deild Austurríkis er talin ein sterkasta deild Evrópu og er áhuginn á íþróttinni mikill þar í landi.

Þetta er sjötti leikur Einherja í yfirstandandi æfingaleikjaröð en liðið hefur verið á góðri siglingu undanfarið. Þar á meðal vann liðið nýlega sinn fyrsta útisigur gegn spænska liðinu Mallorca Valtors.

Vinni liðið leikinn í kvöld og næsta leik þar á eftir eru góðar líkur á því að liðið fái inngöngu í alþjóðlega deild í Evrópu. Er því óhætt að fullyrða að þetta sé mikilvægasti leikur þeirra til þessa.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld og hvetjum við þá sem komast að styðja íslensku víkingina er þeir stíga sitt stærsta skref hingað til í átt að evrópudraumi.

Auk þess verður leikurinn í beinni útsendingu á facebook síðu Einherja.





 

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×