Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við umhverfisráðherra vegna málsins.

Óveður geysar víða um land og hefur svæðisstjórn verið virkjuð í Árnessýslu og unnið er að opnun fjöldahjálpastöðva.Samgönguráðherra og borgarstjóri ræddu um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni.

Ráðherra vonar að hefja megi vinnu við fyrirkomulag innanlandsflugs til frambúðar ekki seinna en í sumar.

Við bregðum okkur einnig á stórhundasýningu í Breiðholti og skoðum meðal annars kröftuga sleðahunda. Þetta og sitthvað fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×