Enski boltinn

Upphitun: Manchester United og Liverpool í eldlínunni

Dagur Lárusson skrifar
Þrír leikir fara fram í enska boltanum í dag en bæði Manchester United og Liverpool verða í eldlínunnni.

Fyrsti leikur dagsins verður hinsvegar viðureign Huddersfield og Bournemouth en þetta verður sannkallaður fallbaráttuslagur þar sem bæði lið eruð nálægt botninum en leikurinn hefst á slaginu 12:00.

José Mourinho og lærisveinar hans í Manchester United fara í heimsókn til Newcastle en sá leikur hefst klukkan 14:15. Alexis Sanchez skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í síðasta deildarleik liðsins gegn Huddersfield og því er spurning hvort að hann muni skora í öðrum leiknum í röð.

Seinasti leikur dagsins er síðan viðureign Southampton og Liverpool. Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Tottenham síðustu helgi þar sem Tottenham jafnaði á síðustu sekúndunum eftir umdeildan vítaspyrnudóm.

Leikir dagsins:

12:00 Huddersfield - Bournemouth

14:15 Newcastle United - Manchester United

16:00 Southampton - Liverpool




Fleiri fréttir

Sjá meira


×