Innlent

Stórir hundar ekki endilega grimmir

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Rottweiler hundar, sleðahundar og Rauða kross hundar. Þetta var meðal þess sem finna mátti á stórhundasýningu í Breiðholti í dag. Þrátt fyrir að vera stórir og sterkir voru þeir flestir ljúfir sem lömb, stórhundarnir sem glöddu gesti í Garðheimum.

Sumir þeirra voru þó svo stórir og loðnir að erfitt var að sjá hvort raunverulega væri um hunda að ræða. Þá bar áþví aðþeir allra vígalegustu væru í raun þeir allra vinalegustu, en Rottweiler-tíkin Æsa lék við hvern sinn fingur og skemmti börnum á svæðinu.

Eigandi hennar, Hrefna Júlíusdóttir, sagði það mikinn misskilning að stórir hundar væru endilega grimmir. Æsa sjálf kaus hins vegar að tjá sig ekki um málið, aðspurð hvort hún væri í raun og veru grimm.

Innlit á stórhundasýninguna í Breiðholti má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×