Innlent

Fjölmargir vegir enn lokaðir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá lokun Hellisheiðar
Frá lokun Hellisheiðar VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON
Víðtækar lokanir og akstursbönn eru enn í gildi á mörgum stofnæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið, sem og annars staðar á landinu. Þó er búið að opna Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði og frá Laugarvatni niður að Selfossi. 

Fjölmargir ökumenn komust í hann krappan í gær og því mikilvægt að þeir virði lokanir ef ekki á illa að fara.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að eftirfarandi vegir séu lokaðir. Rétt er að taka fram að listinn er alls ekki tæmandi:

  • Milli Hvolsvallar og Víkur
  • Fróðárheiði
  • Brattabrekka
  • Holtavörðuheiði
  • Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu
Auk þessara er víða ófært en mokstur stendur yfir á öllu landinu.

Fréttin verður uppfærð eftir því sem færðin breytist. Fylgjast má með færðinni á vef Vegagerðarinnar. Upplýsingasími Vegagerðarinnar, 1777, opnaði klukkan 6:30.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×