Innlent

Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Bolungarvík um helgina en þar kyngdi niður snjó. Ekki er talin snjóflóðahætta í byggð.
Frá Bolungarvík um helgina en þar kyngdi niður snjó. Ekki er talin snjóflóðahætta í byggð. vísir/hafþór

Mikil snjóflóðahætta og rauð viðvörun er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, en utan byggðar. Mikill nýr snjór þar hefur fallið ofan á gamlan snjó og eru nýju snjóalögin óstöðug.

Viðbúið er að snjórinn verði áfram óstöðugur eftir að veður gengur niður og þarf fólk því að fara afar varlega til fjalla. Hvergi hefur þó verið gripið til rýmingar húsa, svo fréttastofu sé kunnugt um.

Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. Að öllum líkindum eiga svo fleiri snjóflóð eftir að koma í ljós þegar birtir af degi og vegir verða opnaðir.

Þá er enn töluverð snjóflóðahætta á utanverðum Tröllaskaga sem og á Austfjörðum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.