Erlent

Tveir fórust í flugslysi við Lofoten

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin hrapaði fyrir utan Svolvær skömmu eftir flugtak.
Vélin hrapaði fyrir utan Svolvær skömmu eftir flugtak. google maps
Tveir létu lífið þegar lítil flugvél hrapaði í sjóinn fyrir utan Lofoten í norðurhluta Noregs í gær. Lofotenposten segir að vélin hafi hrapað fyrir utan Svolvær skömmu eftir flugtak.

Fjölmennt björgunarlið var kallað út klukkan 20:35 að staðartíma og voru þyrlur og skip send á staðinn. Brak vélarinnar og lík mannanna fundust skömmu síðar.

Flugklúbburinn í Tromsø hefur staðfest að tveir af meðlimum klúbbsins hafi látist í slysinu.

Rannsókn er hafin á orsökum slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×