Sport

„Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Rippon og Gus Kenworthy á setningarhátíðinni.
Adam Rippon og Gus Kenworthy á setningarhátíðinni. Twitter/ @guskenworthy
Tveir meðlimir bandaríska Ólympíuliðsins eru stoltir sendiherrar samkynhneigða á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu.

Skautadansarinn Adam Rippon og snjóbrettakappinn Gus Kenworthy vöktu athygli fyrir innilegi samskipti sín á setningarhátíð leikanna og enn meiri umfjöllun var um Twitter-færslu Gus Kenworthy í kjölfarið.

Gus Kenworthy birti myndir af honum og Adam Rippon saman á setningarhátíðinni þar sem þeir bæði föðmuðust og kysstust.  Undir myndirnar skrifaði hann svo eftirfarandi yfirlýsingu:  

„We're here. We're queer. Get used to it“ eða upp á íslensku: „Við erum hér og við erum hommar. Sættið ykkur við það“





Gus Kenworthy festi meðal annars þessa færslu sem efstu frétt á Twitter-reikningi sínum. Slík yfirlýsing kallar að sjálfsögðu á mikið aukaáreiti en þeir Gus og Adam voru báðir búnir að opna skápinn sinn löngu áður en kom að leikunum í Pyeongchang.

Chicago Tribune tók viðtal við Gus í tilefni af yfirlýsingu hans og þar sagði Gus vonast til að meira yrði fjallað um árangur sinn á skíðunum en kynhneigð sína. Hann skorast samt ekki undan nýrri ábyrgð.

Kenworthy og Adam Rippon eru búnir að stíga stórt skref með því að koma út úr skápnum á miðjum íþróttaferli sínum og taka svo báðar stoltir að sér sendiherrastöðu hinsegins fólks á leikunum. Það eru hinsvegar miklu fleiri hommar að keppa á leikunum en þeir. 

Gus Kenworthy segir meðal annars frá því í viðtalinu að margir hafi komið til hans og sagt honum frá því að þau þori ekki út úr skápnum.  

„Það sýnir að við erum miklu fleiri. Við lifum enn á tímum fordóma en vonandi verður það ekki lengur þannig einn daginn,“ sagði Gus Kenworthy.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×