Erlent

Mannskætt lestarslys í Austurríki

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð við lestarstöðina í niklasdorf, 150 kílómetrum suðvestur af Vínarborg.
Slysið varð við lestarstöðina í niklasdorf, 150 kílómetrum suðvestur af Vínarborg. Vísir/Getty
Að minnsta kosti einn er látinn og á milli fimmtán og tuttugu slösuðust, margir alvarlega, eftir að tvær lestir rákust saman í Austurríki í dag.

Austurrískir fjölmiðlar greina frá því að um tvær farþegalestir hafi verið að ræða, en slysið varð við lestarstöðina í Niklasdorf, um 150 kílómetrum suðvestur af Vínarborg.

Önnur lestin var á leiðinni frá austurrísku borginni Graz til þýsku borgarinnar Saarbrücken, en hin var héraðslest, að sögn talsmanns lestarfélagsins ÖBB.

Áreksturinn varð klukkan 12:45 að staðartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×