Borgarbúar vilja ávaxtatré, kalda potta og þrektæki Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 12. febrúar 2018 20:30 Ávaxtatré, kaldir pottar og ungbarnarólur eru á meðal sjötíu og sex verkefna sem borgarbúar kusu til framkvæmda á þessu ári. Borgarráð samþykkti í vikunni að bjóða út fjölbreyttar framkvæmdir fyrir fjögur hundruð og fimmtíu milljónir króna. Rúmlega ellefu þúsund borgarbúar kusu á milli framkvæmda hugmynda sem bárust vefnum Betri Reykjavík. Sjötíu og sex verkefni hlutu brautargengi. Borgarstjóri segir íbúana þekkja best hverfin sín og úrbótaþarfirnar.Dagur B. Eggertsson segir köldu pottana hafa slegið í gegn.Vísir/Ernir„Með árunum þá fjölgar yndisreitum sem einhver á hugmyndina að og sér síðan verða að veruleika. Það er gaman að sjá hugmyndaauðgina sem í þessu felst og á hverju ári er alltaf eitthvað sem slær í gegn sem hefur ekki sést áður.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Óskir borgarbúa fela meðan annars í sér að á þessu ári verða settir upp tveir kaldir pottar og ein vaðlaug. Ávaxtatré fyrir vegfarendur verður gróðursett í Háaleitishverfinu. Í nær öllum hverfum verða gerðar úrbætur á leikvöllum með uppsetningu á nokkrum ungbarnarólum. Þá verður líkamsræktaraðstöðu með þrektækjum komið upp utandyra í þremur hverfum. „Já, það var alveg áberandi að þar sem vantar kalda potta í laugarnar þar slá þeir alveg í gegn. Nú fáum við kalda potta í Árbæjarlaug og Breiðholtslaug. Síðan koma fleiri leiksvæði í Grafarvogslaug, þarna eru ávaxtatré og viðbætur inn á Klambratún og í Hljómskálagarð þannig að það úir og grúir af skemmtilegum tillögum í ár,“ segir Dagur. Á vef Reykjavíkurborgar er hægt að lesa sér til um allar þær tillögur sem hlutu brautargengi. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Ávaxtatré, kaldir pottar og ungbarnarólur eru á meðal sjötíu og sex verkefna sem borgarbúar kusu til framkvæmda á þessu ári. Borgarráð samþykkti í vikunni að bjóða út fjölbreyttar framkvæmdir fyrir fjögur hundruð og fimmtíu milljónir króna. Rúmlega ellefu þúsund borgarbúar kusu á milli framkvæmda hugmynda sem bárust vefnum Betri Reykjavík. Sjötíu og sex verkefni hlutu brautargengi. Borgarstjóri segir íbúana þekkja best hverfin sín og úrbótaþarfirnar.Dagur B. Eggertsson segir köldu pottana hafa slegið í gegn.Vísir/Ernir„Með árunum þá fjölgar yndisreitum sem einhver á hugmyndina að og sér síðan verða að veruleika. Það er gaman að sjá hugmyndaauðgina sem í þessu felst og á hverju ári er alltaf eitthvað sem slær í gegn sem hefur ekki sést áður.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Óskir borgarbúa fela meðan annars í sér að á þessu ári verða settir upp tveir kaldir pottar og ein vaðlaug. Ávaxtatré fyrir vegfarendur verður gróðursett í Háaleitishverfinu. Í nær öllum hverfum verða gerðar úrbætur á leikvöllum með uppsetningu á nokkrum ungbarnarólum. Þá verður líkamsræktaraðstöðu með þrektækjum komið upp utandyra í þremur hverfum. „Já, það var alveg áberandi að þar sem vantar kalda potta í laugarnar þar slá þeir alveg í gegn. Nú fáum við kalda potta í Árbæjarlaug og Breiðholtslaug. Síðan koma fleiri leiksvæði í Grafarvogslaug, þarna eru ávaxtatré og viðbætur inn á Klambratún og í Hljómskálagarð þannig að það úir og grúir af skemmtilegum tillögum í ár,“ segir Dagur. Á vef Reykjavíkurborgar er hægt að lesa sér til um allar þær tillögur sem hlutu brautargengi.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira