Innlent

Einn fær 25 milljónir og annar 20 milljónir í Happdrætti Háskólans

Heildarupphæð vinninga í útdrætti kvöldsins nam 140 milljónum og skiptist á 3.136 heppna miðaeigendur.
Heildarupphæð vinninga í útdrætti kvöldsins nam 140 milljónum og skiptist á 3.136 heppna miðaeigendur. Vísir/Valgarður

Alls voru 140 milljónir króna greiddar út til miðaeigenda Happdrættis Háskóla Íslands í kvöld. Einn heppinn miðaeigandi fékk fimmfaldan fyrsta vinning í aðalútdrætti kvöldsins og hlýtur því 25 milljónir króna í vinning. 

Milljónaveltan gekk einnig út og fær annar miðaeigandi 20 milljónir króna í sinn hlut.

Þá fengu tveir miðaeigendur einfaldan fyrsta vinning og hlýtur hvor um sig 5 milljónir króna og þar að auki fá sex vinningshafar 1 milljón króna hver og ellefu miðaeigendur fá 500 þúsund krónur hver. 

„Sprengidagur stóð svo sannarlega undir nafni þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands því rúmar 140 milljónir verða greiddar út til miðahafa eftir útdrátt kvöldsins,“ segir Úlfar Gauti Haraldsson, rekstrarstjóri flokkahappdrættis hjá Happdrætti Háskóla Íslands.

Alls fengu 3.136 miðaeigendur vinning í útdrættinum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.