Innlent

Einn fær 25 milljónir og annar 20 milljónir í Happdrætti Háskólans

Heildarupphæð vinninga í útdrætti kvöldsins nam 140 milljónum og skiptist á 3.136 heppna miðaeigendur.
Heildarupphæð vinninga í útdrætti kvöldsins nam 140 milljónum og skiptist á 3.136 heppna miðaeigendur. Vísir/Valgarður
Alls voru 140 milljónir króna greiddar út til miðaeigenda Happdrættis Háskóla Íslands í kvöld. Einn heppinn miðaeigandi fékk fimmfaldan fyrsta vinning í aðalútdrætti kvöldsins og hlýtur því 25 milljónir króna í vinning. 

Milljónaveltan gekk einnig út og fær annar miðaeigandi 20 milljónir króna í sinn hlut.

Þá fengu tveir miðaeigendur einfaldan fyrsta vinning og hlýtur hvor um sig 5 milljónir króna og þar að auki fá sex vinningshafar 1 milljón króna hver og ellefu miðaeigendur fá 500 þúsund krónur hver. 

„Sprengidagur stóð svo sannarlega undir nafni þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands því rúmar 140 milljónir verða greiddar út til miðahafa eftir útdrátt kvöldsins,“ segir Úlfar Gauti Haraldsson, rekstrarstjóri flokkahappdrættis hjá Happdrætti Háskóla Íslands.

Alls fengu 3.136 miðaeigendur vinning í útdrættinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×