Fótbolti

Atletico sigraði í snjókomunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það snjóaði í Kaupmannahöfn í kvöld
Það snjóaði í Kaupmannahöfn í kvöld vísir/getty
Spænska liðið Atletico Madrid er komið með annan fótinn í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir sigur á FCK í snjókomunni í Kaupmannahöfn í kvöld.

Heimamenn fengu fullkomna byrjun á leiknum þegar Viktor Fischer skoraði eftir aðeins kortersleik með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Peter Ankersen.

Það dugði þó ekki lengi því Spánverjarnir voru aðeins sex mínútur að jafna með skallamarki Saul Niguez. Kevin Gameiro kom svo Atletico yfir áður en fyrri hálfleik lauk.

Antoine Griezmann fór langt með að klára leikinn með marki á 71. mínútu og Vitolo veitti smiðshöggið nokkrum mínútum seinna, lokatölur 4-1.

Lyon bar sigurorð af Villarreal 3-1 í Frakklandi og RB Leipzig sigraði topplið Seríu A, Napólí, einnig 3-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×