Enski boltinn

Fjórir leikmenn WBA til rannsóknar eftir að leigubíl var stolið á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn WBA gætu verið í vondum málum.
Leikmenn WBA gætu verið í vondum málum. vísir/getty
Fjórir ónefndir leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins West Bromwich Albion virðast hafa komið sér í einhver vandræði í æfingaferð liðsins á Spáni.

Leikmennirnir eru nú til rannsóknar hjá spænsku lögreglunni eftir að leigubíl var stolið í Barcelona.





Leikmennirnir áttu að hafa tekið leigubílinn ófrjálsri hendi eftir að hafa farið út að skemmta sér í höfuðborg Katalóníu. Þeir virðast hafa verið í einhverjum vandræðum með að komast heim á hótel.

Sky Sports og BBC hafa sagt frá þessu en það var The Sun sem kom fyrst með fréttirnar af óförum leikmannanna á Spáni.

WBA hefur staðfest að fjórir leikmenn séu til rannsóknar en að félagið ætli ekki að gefa neitt annað út fyrr en að menn þar á bæ vita nákvæmlega um hvað málið snýst.

Liðið fór í þriggja daga æfingaferð til Barcelona og gisti á The One hótelinu. Lögreglan í Barcelona staðfesti við Sky Sports að leikmennirnir væru blandaðir í málið.

West Bromwich Albion var í æfingaferð á Spáni en liðið mætir Southampton í ensku bikarkeppninni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×