Enski boltinn

Ensku liðin versluðu fyrir 150 milljónir punda í gær

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aubameyang og Mkhitaryan komu báðir til Arsenal í janúar.
Aubameyang og Mkhitaryan komu báðir til Arsenal í janúar. vísir/getty
Liðin í ensku úrvalsdeildinni slógu metið yfir mestu eyðsluna í janúar frá upphafi degi áður en glugginn lokaði. Veskið var svo gjörsamlega tæmt í gær.

Alls keyptu liðin leikmenn fyrir 430 milljónir punda í janúar. Eyðslumetið frá 2011 var 226 milljónir punda en lítið mál var að slá það met um rúmar 200 milljónir punda. Landslagið hefur heldur betur breyst.

Stærstu kaupin voru kaup Arsenal á Pierre-Emerick Aubameyang en Arsenal greiddi 56 milljónir punda fyrir hann.

Tottenham keypti Lucas Moura á 23 milljónir punda og þeir Olivier Giroud og Andre Ayew fóru báðir á 18 milljónir punda.


Tengdar fréttir

Aubameyang kominn til Arsenal

Dortmund staðfesti nú í morgun að félagið væri búið að selja framherjann Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×