Enski boltinn

Conte: Ég er að gera frábæra hluti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conte efast ekkert um sjálfan sig.
Conte efast ekkert um sjálfan sig. vísir/getty
Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvaða vegferð stjóri Chelsea, Antonio Conte, er á þessa dagana en hann virðist vera himinlifandi með allt þó svo liðið hans geti ekki neitt.

Á dögunum sagði Conte að titlar skiptu engu máli. Nú segist hann vera að gera frábæra hluti með liðið sem tapaði 0-3 á heimavelli gegn Bournemouth í gær.

„Við erum að gera allt og leggja okkur 120 prósent fram. Ef einhver er ósammála því að ég sé í þessari vinnu þá verður að hafa það. Ég er silkislakur því ég veit að ég er að gera frábæra hluti,“ sagðo Conte.

„Auðvitað hugsa ég um pressuna í starfinu sem er eðlilegt og ekki síst fyrir mann í mínu starfi.“

Menn hafa leitt að því líkum að Conte sé í stríði við eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Það var ekki mikið búið af tímabilinu er greint var frá því að Conte ætti ekki framtíð hjá Chelsea og yrði látinn fara.

Hvort sem það er rétt eður ei virðist Conte ekki gera neitt til þess að hjálpa sjálfum sér og á köflum lítur þetta út eins og hann sé að reyna að komast fyrr en síðar frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×