Innlent

Telja boðsferð til bæjarfulltrúanna á gráu svæði

Sveinn Arnarsson skrifar
Öllum oddvitum flokkanna í bæjarstjórn var boðið af Samherja til Cuxhaven. Tveir oddvitar tóku boðinu.
Öllum oddvitum flokkanna í bæjarstjórn var boðið af Samherja til Cuxhaven. Tveir oddvitar tóku boðinu. vísir/auðunn
Siðfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, telur boðsferð bæjarfulltrúa á Akureyri til Cuxhaven í boði Samherja vera á afar gráu svæði og ámælisvert að rökstuðningur fyrir því að þekkjast boðið komi eftir á. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sem tók boði Samherja segir það mjög eðlilegt að fulltrúar bæjarins hafi verið á staðnum.

Föstudaginn 12. janúar var tveimur nýjum skipum dótturfélags Samherja í Þýskalandi gefið nafn við hátíðlega athöfn. Tveir oddvitar bæjarstjórnar á Akureyri þekktust boð Samherja. Stóð ferðin yfir í þrjá daga og var greidd að fullu af Samherja. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans, tóku boði Samherja.



Henry Alexander Henrysson
„Þetta er augljóslega á gráu svæði,“ segir Henry Alexander Henrysson siðfræðingur. „Það er umtalsverður kostnaður af svona ferðum og því gæti þetta verið óþægilegt. Einnig eru eftiráskýringar aldrei góðar.“

„Það er kannski rétt að við hefðum átt að ræða hlutina opinskátt áður en farið var í ferðina. Ég hins vegar sé ekkert athugavert við að fulltrúar bæjarins hafi farið í þessa ferð,“ segir Gunnar Gíslason. “

Í áttundu grein siðareglna kjörinna fulltrúa kemur fram að kjörnir fulltrúar taki ekki við gjöfumfrá þeim er leita eftir verkefnum eða þjónustu bæjarins 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×