Innlent

Þota Icelandair snarsnerist í hvassri vindhviðu

Gissur Sigurðsson skrifar
Þotan er hátt í hundrað tonn að þyngd.
Þotan er hátt í hundrað tonn að þyngd. Vísir/Pjetur
Boeing 757 þota frá Icelandair snar snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli um miðnætti. Þotan lenti á mannlausum stigabíl.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu urðu einhverjar skemmdir á þotunni og er hún komin í skoðun.

Þotan er hátt í hundrað tonn að þyngd, þannig að vindhviðan hefur verið feiknar sterk.

Mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Búist er við að veðrið gangi að mestu niður nú fyrir hádegi en viðvaranir Veðurstofunnar eru enn í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×