Handbolti

Seinni bylgjan: Ef þú nennir ekki að berjast þá gerist ekki rassgat

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagur og Gunnar Berg.
Dagur og Gunnar Berg.
Stjörnumenn sóttu ekki gull í greipar Hauka er liðið fór á Ásvelli. Varnarleikur liðsins í leiknum fékk ekki góða dóma hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport.

„Einar þjálfari benti á að varnarleikurinn sé búinn að vera hausverkur í vetur og sjálfur er hann að reyna að finna lausnir sem henta liðinu og leikmönnum þess. Meðan hann finnur það ekki er þetta ekki líklegt til árangurs,“ sagði Dagur Sigurðsson.

Gunnar Berg Viktorsson tók í sama streng en kannski aðeins harðari.

„Þetta var ekki burðugt lengi vel hjá Selfoss-liðinu en þeir hafa bætt sig geðveikt í vörn. Eru með vilja og baráttu. Þetta er ekkert sérstaklega flókið. Ef þú nennir ekki að berjast í vörn þá gerist ekki rassgat,“ sagði Eyjamaðurinn ákveðinn.


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Snorri Steinn loksins byrjaður að spila

Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals, reif loksins fram skóna á ný í leik Vals og Selfoss. Hann spilaði þá sínar fyrstu mínútur með Valsliðinu eftir að hann kom heim eftir atvinnumannaferilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×