Pique bjargaði stigi fyrir Barcelona í borgarslagnum

Leikmenn Espanyol eltast við Suárez í leiknum.
Leikmenn Espanyol eltast við Suárez í leiknum. Vísir/Getty
Gerard Pique jafnaði metin fyrir Barcelona og bjargaði stigi stuttu fyrir leikslok í 1-1 jafntefli í borgarslagnum gegn Espanyol en Börsungar eru því enn ósigraðir eftir 22 umferðir.

Aðstæðurnar voru hreint út sagt hörmulegar á RCDE-vellinum í dag, þungur völlur og mikið af pollum sem gerði það að verkum að leikmenn áttu erfitt með að koma boltanum á milli manna.

Staðan var markalaus í hálfleik en það vakti athygli að Lionel Messi byrjaði á varamannabekk Barcelona í leiknum. Gerard Moreno kom Espanyol yfir á 66. mínútu leiksins með skalla af stuttu færi stuttu eftir að Lionel Messi hafi komið inn sem varamaður.

Það var svo Pique sem jafnaði metin með skalla eftir aukaspyrnu Messi á 82. mínútu en það reyndist síðasta mark leiksins.

Atletico Madrid getur því minnkað forskot Börsunga niður í níu stig þegar þeir mæta Valencia á eftir en Espanyol heldur áfram að berjast við botn deildarinnar í 15. sæti með 25 stig að 22 umferðum loknum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira