Innlent

Þurftu að færa fimleikakeppnina vegna veðurs

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá Reykjavíkurleikunum á síðasta ári.
Frá Reykjavíkurleikunum á síðasta ári. Aðsent/Sportmyndir
Fimleikakeppni WOW Reykjavik International Games sem hefst í fyrramálið, hefur verið færð í Ármannsheimilið. Í gærkvöldi átti að færa dýnur og tæki úr fimleikahúsum félaganna í Laugardalshöll en það var ekki hægt vegna veðurs og mun keppnin því fara fram í Ármannsheimilinu. Íþróttabandalag Reykjavíkur bendir á að mun færri áhorfendur komist fyrir í Ármannsheimilið. Besta fimleikafólk landsins tekur þátt í mótinu ásamt rúmlega tuttugu erlendum keppendum frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Svíþjóð og Wales.

Sérstakur gestur mótsins er rússneska fimleikakonan Svetlana Korkina sem keppti á þrennum Ólympíuleikum og hefur unnið flest verðlaun allra fimleikakvenna á heimsmeistaramótum. Korkina tekur ekki þátt í mótinu en hún mun veita verðlaun og gefst áhugasömum að spyrja hana spjörunum úr að móti loknu á laugardaginn. Hún mun svara spurningum í fundarsal 1 í Laugardalshöllinni klukkan 18:30 á morgun laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×