Handbolti

Seinni bylgjan: Af hverju er verið að segja að Stjarnan sé frábært lið?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sebastian í Seinni bylgjunni.
Sebastian í Seinni bylgjunni.
Stjörnumenn hafa valdið vonbrigðum í Olís-deild karla í vetur og Sebastian Alexandersson er ekki aðdáandi liðsins.

„Eftir hvern einasta tapleik segir þjálfari andstæðinganna að þeir hafi verið að spila við frábært lið Stjörnunnar. Af hverju er verið að segja að Stjarnan sé frábært lið?“ spyr Sebastian í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport.

Jóhann Einar Gunnarsson sagði þá að Stjarnan væri með frábæra leikmenn en Sebastian sagði einfaldlega: „Er það?“

Stjarnan tapaði fyrir Gróttu í síðustu umferð en hvað á liðið að gera?

„Ég fæ ekki borgað fyrir að leysa það. Þeir eru með hæfan mann í því,“ segir Sebastian.

Umræðuna um Stjörnuna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×