Handbolti

KA/Þór skellti Fjölni | Fram og Haukar örugglega áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnheiður var í stuði í kvöld, einu sinni sem oftar.
Ragnheiður var í stuði í kvöld, einu sinni sem oftar. vísir/eyþór
Haukar, Fram og KA/Þór eru komin í undanúrslit í Coca-Cola bikar kvenna, en þrír af fjórum leikjum átta liða úrslitana fóru fram í kvöld.

Fram átti í litum vandræðum með ÍR á útivelli, en Fram leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 16-12. Lokatölur urðu svo 32-26.

Ragnheiður Júlíusdóttir, Elísabet Gunnardóttir og Guðrún Þóra Hálfandsdóttir skoruðu allar fimm mörk fyrir Fram. Karen Demian gerði alls tólf mörk ÍR.

B-deildarlið HK tapaði fyrir toppbaráttuliði Hauka í Digranesi, 25-18, eftir að Haukar höfðu leitt 14-9 í hálfleik.

Birta Lind Jóhannsdóttir gerði fimm mörk fyrir Hauka, en Þórunn Friðriksdóttir, Kolbrún Anna Garðarsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir gerðu þrjú mörk hver fyrir HK.

KA/Þór var í raun sterkari aðilinn nær allan leikinn. Liðið leiddi með fimm mörkum i hálfleik, 20-15, og vann að lokum ellefu marka sigur, 35-24.

Martha Hermannsdóttir var mögnuð fyrir heimstúlkur. Hún skoraði fimmtán mörk og var lang markahæst, en Berglind Benediktsdóttir gerði átta fyrir Fjölni.

Á morgun mætast svo Stjarnan og ÍBV í stórleik 8-liða úrslitana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×