Erlent

Vilja vita allt um eignir Svía

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sænska þingið vill vita hversu mikið er í buddu Svía.
Sænska þingið vill vita hversu mikið er í buddu Svía. Vísir/gva
Meirihluti sænska þingsins vill fá meiri upplýsingar um eignir og skuldir Svía. Samkvæmt könnun Sænska dagblaðsins er Jafnaðarmannaflokkurinn fylgjandi því að slíkar upplýsingar verði aðgengilegar, Svíþjóðardemókratar andvígir en Hægri flokkurinn óákveðinn.

Eignaskattur var afnuminn í Svíþjóð fyrir 10 árum. Síðan hafa ekki legið fyrir upplýsingar um hversu miklar eignir einstaklinga eru. Í frétt Sænska dagblaðsins segir að þar með hafi heildarmyndin ekki legið fyrir þegar teknar hafa verið ákvarðanir sem áhrif hafa á efnahag heimilanna og ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×