Erlent

Saka Ísraelsher um að hafa skotið á sýrlenska herstöð

Atli Ísleifsson skrifar
Sýrlendingar vara Ísraela við og segja þá að fullu ábyrga fyrir þær afleiðingar sem ítrekaðar árásir þeirra á Sýrland kunna að hafa.
Sýrlendingar vara Ísraela við og segja þá að fullu ábyrga fyrir þær afleiðingar sem ítrekaðar árásir þeirra á Sýrland kunna að hafa. Vísir/Getty
Sýrlenski herinn segir að ísraelskar herþotur hafi í morgun skotið eldflaugum á skotmark í landinu úr líbanskri lofthelgi. Skotmarkið var herstöð í grennd við Damaskus.

Í frétt Reuters kemur fram að árásin hafi verið gert klukkan 3:42 að staðartíma í nótt, eða 1:42 að íslenskum tíma.

Sýrlendingar segjast hafa náð að skjóta niður flestar flauganna en ekki fylgir sögunni hvort einhverjar þeirra hafi hitt í mark eða hvort manntjón hafi orðið.

Sýrlendingar vara Ísraela við og segja þá að fullu ábyrga fyrir þær afleiðingar sem ítrekaðar árásir þeirra á Sýrland kunna að hafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×