Sport

Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Til með félögum sínum í Brasilíu. Bjór og stemning. Þetta á að heita veikur maður.
Til með félögum sínum í Brasilíu. Bjór og stemning. Þetta á að heita veikur maður. instagram
Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann.

Bæði og Gunnar og faðir hans, Haraldur, sögðust vart kaupa þessa afsökun Englendingsins. Þeir virðast líka hafa talsvert til síns máls.

Till er nefnilega farinn til Brasilíu þar sem hann nýtur lífsins í sólinni. Það er ekki hægt að segja að hann virki þjáður af veikindum á myndunum sem hann hefur birt á Instagram-síðu sinni.

Dóttir Till og barnsmóðir búa bæði í Brasilíu og hefur Till ekki séð þau lengi. Þar sem hann er ekki með neinn bardaga á dagskránni hefur hann ákveðið að skella sér til Brasilíu.



 
Back in  to see my little one

A post shared by Till (@darrentill2) on Feb 3, 2018 at 4:42am PST

 

 
The Tills

A post shared by Till (@darrentill2) on Feb 4, 2018 at 7:06am PST

MMA

Tengdar fréttir

Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu

Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu.

Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast

Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×