Erlent

Birta myndband af sjötíu bíla árekstri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aðstæður voru ekki góðar.
Aðstæður voru ekki góðar.
Samgönguyfirvöld í Iowa hafa birt myndband af fjöldaárekstri en talið er að um 70 bílar hafi lent í árekstrinum. Einn lést og minnst fimm slösuðust.

Áreksturinn átti sér stað á mánudag í slæmu veðri. Í myndbandinu má sjá hvernig fólksbílar, rútur og vörubílar lenda saman. Skyggni var lítið og svo virðist sem að ökumenn hafi ekki gert sér grein fyrir því að umferð væri stopp vegna árekstrarins og því bættist alltaf í.

Ökumaður rútu lést í árekstrinum og á milli fimm til tíu manns voru fluttir á sjúkrahús. Yfirvöld segja að alls hafi 165 árekstrar átt sér stað á milli 18 og 21 á mánudaginn í Iowa-ríki og alls létust átta í umferðarslysum í Iowa-ríki á mánudaginn.

Myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×