Bíó og sjónvarp

Fyrsta stiklan úr Deadpool 2: Súrrealík og kolsvartur húmor ráðandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Josh Brolin sem Cable.
Josh Brolin sem Cable.

Út er komin fyrsta stiklan úr næstu mynd um andhetjuna Deadpool. Aðstandendur myndarinnar eyða miklu púðri í að kynna persónuna Cable til leiks, leikinn af Josh Brolin, en líkt og fyrr er kolsvartur og súrrealískur húmor aldrei langt undan.

Stiklan gefur lítið upp um söguþráð myndarinnar en tekst þó vafalaust áætlunarverk sitt um að gera aðdáendur fyrri myndarinnar spennta fyrir þessari framhaldsmynd sem verður frumsýnd í maí næstkomandi.

Sem fyrr fer Ryan Reynolds með hlutverk málaliðans Wade Wilson sem gengur undir heitinu Deadpool þegar hann tekst á við óþokka.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.