Handbolti

Álaborg bjargaði stigi í Hvíta-Rússlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron á hliðarlínunni í leik með Álaborg.
Aron á hliðarlínunni í leik með Álaborg. vísir/getty
Aron Kristjánsson og lærisveinar í Álaborg gerðu dramatísk jafntefli, 23-23, við Meshkov Brest í B-riðli Meistaradeildar Evrópu, en leikið var í Hvíta Rússlandi í kvöld.


Eftir að Álaborg hafði leitt í hálfleik, 12-10, náðu heimamenn að snúa við taflinu í síðari hálfleik, en Buster Juul Lassen bjargaði stigi fyrir danska liðið.


Janus Daði Smárason slotaði tvö mörk fyrir Aron og félaga, en Arnór Atlason komst ekki á blað fyrir Álaborg sem er í baráttu um áframhaldandi veru í keppninni.

Álaborg er með jafnmörg stig og Celje í fimmta og sjötta sæti riðilsins með fimm stig, en þar fyrir ofan eru Meshkov og Kielce með átta hvor.

Þrír leikir eru eftir af riðlakeppninni, en næst mætir Álaborg Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel. Leikið verður í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×