Handbolti

ÍBV í Höllina eftir sigur í Garðabæ

Ester átti frábæran leik í kvöld, einu sinni sem oftar.
Ester átti frábæran leik í kvöld, einu sinni sem oftar. vísir/vilhelm
ÍBV varð í kvöd fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca-Cola bikar kvenna þegar liðið lagði Stjörnuna, 27-24, í TM-höllinni í kvöld.

Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik leiddu gestirnir frá Vesmtannaeyjum, 12-10, í hálfleik, en liðin héldust nánast hönd í hönd allan fyrri hálfleikinn.

ÍBV var svo skrefi á undan í síðari hálfleik og breyttu svo stöðunni úr 19-17 í 21-17. Eftir það var ekki aftur snúið og skaust ÍBV í úrslit með þriggja marka sigri, 27-24.

Ester Óskarsdóttir skoraði sjö mörk og átti fjöldan allan af stoðsendingum hjá ÍBV. Sandra Erlingsdóttir, Karólína Bæhrens og Kristrún Hlynsdóttir skoruðu fimm. hver. Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna.

Eyjastúlkurnar verða því meðal liða í undanúrslitunum í Laugardalshöllinni í byrjun mars, en hin liðin eru KA/Þór, Haukar og Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×