Innlent

Virði stöðugleikaeigna jókst um 20%

Kjartan Kjartansson skrifar
Félagið Lindarhvoll ehf. hefur haldið utan um stöðugleikaeignirnar.
Félagið Lindarhvoll ehf. hefur haldið utan um stöðugleikaeignirnar. Fjármálaráðuneytið

Heildarandvirði eigna sem slitabú fallinna fjármálafyrirtækja hafa afhent sem stöðugleikaframlög mun hafa aukist um fimmtung samkvæmt áætlunum ríkisstjóðs. Alls gæti verðmæti eignanna numið 458 milljörðum króna.

Slitabúin fengu heimild til að greiða stöðugleikaframlag í formi eigna í stað greiðslu á stöðugleikaskatti í lagabreytingum sem voru gerðar  í tengslum við áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta árið 2015.

Þá var verðmæti eignanna talið nema um 384 milljörðum króna. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að áætlað sé að heildarandvirði stöðugleikaeigna gæti numið um 458 milljörðum króna við lok úrvinnslu þeirra. Verðmætaaukningin á þeim tveimur árum sem ríkissjóður fékk eignirnar í hendur verði því um 74 milljarðar króna.

Í byrjun árs 2018 hefur ríkissjóður ráðstafað alls um 204 milljörðum af tekjum vegna stöðugleikaeigna, að því er segir í tilkynningunni. Þar af hafa um 34 milljarðar runnið til þess að mæta tapi vegna lækkunar stofns til sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki, um 40 milljörðum hefur verið ráðstafað til lækkunar lífeyrisskuldbindinga gagnvart Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og um 130 milljörðum hefur verið ráðstafað beint til niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×