Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Ítarlega verður fjallað um skýrslu starfshóps samgönguráðherra um flugvöllinn í Hvassahrauni í fréttum Stöðvar tvö. Einnig verður sagt frá því að allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur óskað formlega eftir upplýsingum frá dómsmálaráðherra um hvaða aðgerða hafi verið gripið til vegna mistaka lögreglu í máli starfsmanns barnaverndaryfirvalda.

Þá verður rætt við fólk sem glímir við matarfíkn og sagt frá ungum flugnema í Grafarvogi sem ætlar að smíða sína eigin flugvél í bílskúrnum heima.

Þetta og meira til í fréttum Stöðvar 2 sem einnig eru sendar út á Bylgjunni og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×