Innlent

Röskva sigraði í kosningum til Stúdentaráðs

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Röskva heldur meirihluta sínum í Stúdentaráði.
Röskva heldur meirihluta sínum í Stúdentaráði. Vísir/Anton Brink
Röskva bar sigurorð af Vöku í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í ár sem fram fóru í dag og í gær.

Eftir að niðurstöður voru tilkynntar kom í ljós að Röskva hafði hlotið 18 sæti en Vaka 9 sæti. 27 fulltrúar skipa Stúdentaráð en stúdentaráðsfulltrúar sitja einnig í svokölluðum sviðsráðum stúdenta við HÍ. 

Í raun er kosið í sviðsráðin á hverju sviði fyrir sig og þeir fulltrúar sem ná kjöri í sviðsráðin mynda svo Stúdentaráð.

Röskva heldur því meirihluta sínum í Stúdentaráði en í kosningum til Stúdentaráðs á síðasta ári hlaut Röskva 18 sæti og Vaka 9.

Úrslitin á sviðunum fimm var sem hér segir:

Félagsvísindasvið

Jóna Þórey Pétursdóttir (Röskva)

Þórhallur Valur Benónýsson(Vaka)

Vaka Lind Birkisdóttir (Röskva)

Katrín Ásta Jóhannsdóttir (Vaka)

Benedikt Guðmundsson (Vaka)

Róbert Ingi Ragnarsson (Röskva)

Kristrún Helga Valþórsdóttir (Röskva)

Heilbrigðisvísindasvið 

Sigurður Ýmir Sigurjónsson (Röskva)

Theodóra Listalín Þrastardóttir (Röskva)

Leifur Auðunsson (Vaka)

Krister Blær Jónsson (Röskva)

Guðný Björk Proppé (Röskva)

Hugvísindasvið 

Pétur Geir Steinsson (Röskva)

Alexandra Ýr van Erven (Röskva)

Valgerður Hirst Baldurs (Röskva)

Þorgeður Anna Gunnarsdóttir (Vaka)

Vigdís Hafliðadóttir (Röskva

Menntavísindasvið

Jónína Margrét Sigurðardóttir (Vaka)

Ágúst Arnar Þráinsson (Röskva)

Kolbrún Lára Kjartansdóttir (Vaka)

Thelma Rut Jóhannsdóttir (Röskva)

Axel Örn Sæmundsson (Vaka)

Verk- og náttúruvísindasvið 

Laufey Þóra Borgþórsdóttir (Röskva)

Harpa Almarsdóttir (Röskva)

Svana Þorgeirsdóttir (Vaka)

Númi Sveinsson (Röskva)

Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir (Röskva)

Nýkjörnir fulltrúar í Háskólaráði eru eftirfarandi:

Benedikt Traustason (Röskva)

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir (Vaka)

Helga Lind Mar (Röskva)

Jóhann Óli Eiðsson (Vaka)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×