Innlent

Íslenskir skólar fá „algjöra falleinkunn“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Runólfur hefur meðal annars starfað sem Umboðsmaður skuldara, rektor Háskólans á Bifröst og framkvæmdastjori Keilis á Suðurnesjum.
Runólfur hefur meðal annars starfað sem Umboðsmaður skuldara, rektor Háskólans á Bifröst og framkvæmdastjori Keilis á Suðurnesjum.

Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor háskólans á Bifröst, segir það mikið áhyggjuefni að frammistaða íslenskra grunnskóla hafi ekki batnað neitt frá árinu 2012 - ef marka má niðurstöður nýrrar úttektar Norðurlandaráðs.

Þar má sjá að frammistaða íslenskra grunnskólabarna er lélegri en jafnaldra þeirra á öllum hinum Norðurlöndunum. Þá er hún jafnframt fyrir neðan meðaltal barna í löndum sem eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD-ríkjunum svokölluðu.

Samandregið eru niðurstöðurnar skýrar að mati Runólfs: Algjör falleinkunn á nánast öllum sviðum.

„Börnin okkar geta minna í stærðfræði en börn á hinum Norðurlöndunum og eru lélegri í lestri. Á báðum sviðum er um afturför í getu að ræða,“ útskýrir Runólfur á Facebook.

Ástæðan ekki fjármögnun

Hann bætir við að brottfall ungmenna hér á landi sé það „það langhæsta sem þekkist og sinnuleysi menntakerfisins í málefnum innflytjenda er algjört.“

Því sé eitthvað mikið að, að mati Runólfs. „Svo virðist skv. tölfræði OECD að ástæðan sé ekki léleg fjármögnun skólakerfisins miðað við fjárveitingar pr. nemanda í grunnskólum. Þar kostum við t.d. meira til en bæði Finnar og Svíar,“ skrifar Runólfur í færslunni sem nálgast má hér að neðan.

Skýrslurnar sem vísað er í má nálgast með því að smella hér og hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.