Enski boltinn

Bandaríska undrið heldur með Man. Utd en vill ekki fara til Englands alveg strax

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pulisic í leik með Dortmund.
Pulisic í leik með Dortmund. vísir/getty
Christian Pulisic, leikmaður Dortmund og bandaríska landsliðsins í fótbolta, ætlar sér ekki í ensku úrvalsdeildina alveg strax. Hann ætlar að einbeita sér að því að hjálpa Dortmund í Þýskalandi.

Pulisic horfði á eftir liðsfélaga sínum Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal í janúarglugganum en Pulisic ætlar ekki að fylgja honum eftir alveg strax.

Hann hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Liverpool en hann hefur verið stuðningsmaður United alveg frá barnæsku.

„Enska úrvalsdeildin er auðvitað mögnuð deild. Maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum en á þessari stundu einbeiti ég mér að Dortmund. Þannig er það,“ segir Pulisic í viðtali við ESPNFC.

„Leikmannaglugginn er alltaf rosalega ruglandi. Maður heyrir eitt einn daginn og annað næsta dag í fjölmiðlum. Þannig er þetta bara í boltanum núna,“ segir Pulisic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×