Innlent

Náði bílnúmeri mannsins sem ók á hann

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögregla hefur málið til skoðunar.
Lögregla hefur málið til skoðunar. Vísir/gva
Ökumaður, sem ók utan í annan mann á Garðarsstræti á sjötta tímanum í gær, þannig að sá klemmdist á milli bíla, lét ekki þar við sitja. Hann stöðvaði bílinn, snaraðist út úr honum , hrópaði ókvæðisorð að manninum, sparkaði í hann og sló til hans. Síðan snaraðist hann upp í bílin og hvarf. 

Þolandinn þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild, og reyndist lemstraður víða og er óvinnufær í dag. Hann náði þó númeri bílsins og vitni að atvikinu gaf sig fram og er lögregla nú að hafa upp á honum. 

Þolandinn, sem ekki vill láta nafns sín getið, sagði í viðtali við fréttastofuna í morgun að eitt augnablik hafi hann haldið að þetta yrði sitt síðasta.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×