Bílar

Ný Top Gear sería hefst 3. mars

Finnur Thorlacius skrifar
Chris Harris, Matt LeBlanc og Rory Ried.
Chris Harris, Matt LeBlanc og Rory Ried.

Svo virðist sem vinsældir Top Gear bílaþáttarins sé aftur á uppleið undir stjórn Chris Harris, Matt LeBlanc og Rory Ried. Eftir brotthvarf þríeykisins Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May og innkomu Chris Evans döluðu vinsældir þáttarins verulega, en fá nú aukið áhorf með nýjum þáttastjórnendum.

Aðdáendur þáttanna með þessum nýju stjórnendum ættu að fara að hlakka til því ný sería af þáttunum hefst 3. mars á BBC og BBC America. BBC er strax farið að hita upp mannskapinn með kynningarstiklum eins og hér sést.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.