Enski boltinn

City vill ræða við dómarafélagið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson tekst á við Raheem Sterling í leik Burnley og City á dögunum. City hefur þó ekkert út á Íslendinginn að setja
Jóhann Berg Guðmundsson tekst á við Raheem Sterling í leik Burnley og City á dögunum. City hefur þó ekkert út á Íslendinginn að setja vísir/getty
Forráðamenn Manchester City hafa lagt inn formlega beiðni til dómarafélagsins á Englandi um fund vegna brota á leikmenn liðsins í undanförnum leikjum.

Mikil óánægja er innan raða City með tæklingar og önnur brot sem leikmenn komast upp með gegn City. Leroy Sane er frá vegna meiðsla eftir hörkulega tæklingu frá Joe Bennet í bikarleiknum gegn Cardiff og Phil Foden er nýkominn til baka eftir meiðsli eftir tæklingu í leik gegn Leicester í janúar.

Bennett fékk aðeins gult spjald fyrir tæklingu sína og tók City líka fyrir tæklingar á Kevin de Bruyne, Brahim Diaz og Ilkay Gundogan sem að þeirra mati hefðu verðskuldað rautt spjald.

City vill koma kvörtunum sínum fram við Mike Riley, formann dómarafélagsins (e. Professional Referees Organisation, PGMOL), ásamt því að ræða refsingar vegna brota sem ekki er dæmt á í leikjum. Þess vegna hafa forráðamenn félagsins beðið um fund við Riley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×