Erlent

Kveikt í dönskum leikskóla eftir kynferðisbrotamál

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla útilokar ekki að um íkveikju hafi verið að ræða.
Lögregla útilokar ekki að um íkveikju hafi verið að ræða. Vísir/Getty
Leikskóli í Høje-Taastrup, fyrir utan Kaupmannahöfn, er mikið skemmdur eftir að eldur kom þar upp í nótt.

Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða en upp komst í síðustu viku að fjórtán ára drengur, sem var þar í starfsnámi, hafi viðurkennt að hafa brotið gegn fimm stúlkum á leikskólanum.

„Við getum ekki útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða,“ segir Søren Enemark, talsmaður dönsku lögreglunnar.

Margir foreldra leikskólabarna hafa beint reiði sinni að leikskólanum eftir að fréttir tóku að berast um brotin í síðustu viku. Michael Ziegler, borgarstjóri Høje-Taastrup, ákvað í kjölfarið að ráða öryggisvörð til að gæta öryggis starfsmanna leikskólans.

Til stendur að um fimmtíu börn við leikskólann fái nú pláss á öðrum leikskólum í sveitarfélaginu.

Fjórtán ára drengurinn hafði fengið tímabundna stöðu á leikskólanum í gegnum verkefni ætluðu börnum sem væru við það að flosna upp úr skóla. Hann hafði starfað á leikskólanum í hálft ár og er nú í umsjá félagsmálayfirvalda hjá sveitarfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×