Erlent

Lögregluþjónar borðuðu fíkniefni og kölluðu svo eftir hjálp lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt heimildum CTV News gruna rannsakendur að Dominelli og Young hafi stolið efnunum í áhlaupi á sölustað kannabisefna í Toronto.
Samkvæmt heimildum CTV News gruna rannsakendur að Dominelli og Young hafi stolið efnunum í áhlaupi á sölustað kannabisefna í Toronto. Vísir/GEtty
Tveimur lögregluþjónum í Toronto í Kanada hefur verið vikið úr starfi um tíma eftir að hafa borðað kannabisefni á vakt. Samkvæmt heimildum CTV News í Toronto voru mennirnir við umferðareftirlit aðfaranótt sunnudags þegar þeir borðuðu efnin. Skömmu seinna fóru þeir að sjá ofsjónir og yfirgaf annar þeirra bílinn.



Hinn lögregluþjóninn brá þá á það ráð að kalla eftir hjálp annarra lögregluþjóna við að leita að félaga sínum.

Lögregluþjónarnir tveir heita Vito Dominelli og Jamie Young. Þegar þriðji lögregluþjónninn kom á vettvang var annar félaganna kominn upp í tré og þurfti hann aðstoð við að komast niður. Lögregluþjónninn sem kom til aðstoðar rann þó til á ís, skall með höfuðið í jörðina og fékk heilahristing.

Samkvæmt heimildum CTV News gruna rannsakendur að Dominelli og Young hafi stolið efnunum í áhlaupi á sölustað kannabisefna í Toronto.

Dominelli er þekktur í borginni fyrir að vera virkur á samfélagsmiðlum. Hann hefur reglulega birt myndbönd af sér þar sem hann hefur verið að dansa eða syngja með lögum í lögreglubúningi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×